ÚRVINNSLA BÍLA

Þegar bíllinn er farinn að bila og viðgerðarkostnaður er orðinn hár, getur borgað sig að fara að huga að förgun. Vaka hf. er langstærsti förgunaraðili bifreiða á Íslandi og tekur við allt á milli 200 og 300 bílum í förgun á mánuði. Þegar bílnum er fargað fær eigandi bílsins 20.000 kr frá Úrvinnslusjóði.

Vaka hf sækir förgunarbifreiðar frítt á höfuðborgarsvæðinu , dekkjalausir bílar eru alltaf rukkaðir, sama hvaða árgerð bifreiðin er, einnig metum við hvern förgunarflutning fyrir sig, m.t.t. gjaldtöku.  Í þeim tilfellum sem rukkað er, aukagjald leggst á hjólalausar bifreiðar frá kr. 5.000/-

Ef að þú kemur með bílinn sjálf/ur komdu þá til okkar í Skútuvog 8, við tökum við bílnum og afhendum skilavottorð sem er farið með í Samgöngustofu, Frumherja eða Aðalskoðun

NÁNAR UM ÚRVINNSLU BÍLA

SKILAVOTTORÐ
Það er auðveldara en þú heldur að skila inn gömlu  ökutæki og ef rétt er að staðið geturðu fengið 20.000 kr. þegar Vaka hefur staðfest förgun. Ef skráður eigandi eða meðeigandi kemur sjálfur með bílinn er nóg fyrir hann/hana að sýna skilríki þegar komið er með ökutækið. Við gefum svo út skilavottorð sem farið er með á næstu skoðunarstöð Frumherja, Aðalskoðunar eða Samgöngustofu en þegar því er skilað inn sjá þeir um að greiða skilagjaldið.
Ef annar en skráður eigandi kemur með bílinn verður hann að vera með umboð frá skráðum eiganda þar sem fram kemur hver er skráður eigandi, hvaða bíl viðkomandi fær umboð fyrir, undirskrift skráðs eiganda og svo þurfa tveir einstaklingar yfir 18 ára aldri að kvitta undir sem vottar.
Ef ökutæki er óökuhæft gerum við eigendum hagstæð tilboð í flutning utan höfuðborgarsvæðisins, Vaka hf sækir förgunarbifreiðar frítt á höfuðborgarsvæðinu , dekkjalausir bílar eru alltaf rukkaðir, sama hvaða árgerð bifreiðin er, ennig metum við hvern förgunarflutning fyrir sig, m.t.t. gjaldtöku.  /- í þeim tilfellum sem rukkað er.   Mikilvægt er að vita í hvaða ástandi ökutækið er, t.d. hvort vanti undir hann hjólin eða er jafnvel bara grindin eftir og hvernig aðstaða er til að komast að bílnum.
ATH. eigandi verður að vera búinn að taka allt úr bílnum  sem hann vill eiga.

Skilavottorð er aðeins gefið út á staðnum þar sem bíl er sóttur þegar skráður eigandi/umboðsaðili  er búinn að framvísa skilríkjum.

SKILAGJALD
Skráður eigandi fær greitt skilagjald þegar farið er með skilavottorðið á næstu skoðunarstöð eða umferðarstofu, skilagjaldið er 20.000 kr en ef viðkomandi skuldar t.d. bifreiðagjöld eru þau dregin frá upphæðinni. Til þess að skilagjald sé á bíl þar hann að vera nýskráður hér á landi árið 1980 eða seinna og búið að borga úrvinnslugjald allavega einu sinni. Úrvinnslugjald er greitt tvisvar á ári samhliða bifreiðargjaldi. Þeim sem undanþegnir bifreiðargjaldi ber að greiða úrvinnslugjald. Úrvinnslugjald var fyrst lagt á bifreiðar nýskráðar 1988 og nýrri árið 2003. Úrvinnslugjald fyrir bifreiðar nýskráðar 1980 til 1987 var fyrst lagt á 2005.Þótt ekki sé skilagjald á bifreiðinni, margborgar sig að láta farga henni og ganga frá í kerfinu, ekki er nóg að fara á umferðarstofu og skrá ökutæki afskráð/týnt því bifreiðin er ennþá til og gæti verið tekin númeralaus seinna, að beiðni þess sveitafélags sem hún er staðsett í. Síðasti skráði eigandi er þá fundinn og ber hann ábyrgð á ökutækinu og þeim kostnaði sem til fellur.
 
ÁSTAND ÖKUTÆKIS
Það þarf að vera hægt að lesa boddynúmer/grindarnúmer af grindinni en hún má vera klesst og jafnvel búið að klippa hluta af henni.
GÓÐ RÁÐ OG AÐRAR UPPLÝSINGAR
Hvort sem þú gefur einhverjum bíl eða færð gefins bíl, mundu að ganga alltaf frá eigandaskiptum því þau kosta ekki nema um 2.800/- kr og er hægt að ganga frá þeim á næstu skoðunarstöð.

Frekari upplýsingar eru á heimasíðu úrvinnusjóðs: http://www.urvinnslusjodur.is/voruflokkar/okutaeki.htm

Einnig er hægt að fá upplýsingar í síma:

567-6700 Vaka
570-9000 Frumherji
555-3355 Aðalskoðun
480-6000 Samgöngustofa
517-4700 Úrvinnslusjóður

Ef einhverjar þessara upplýsinga eru flóknar að skilja eða þér finnst eitthvað mætti betur fara, þætti okkur vænt um að fá ábendingar sendar á vakahf@vakahf.is